Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
16.04.2018
Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna MS-sjúkdómsins verður vart svo koma megi í veg fyrir fötlun síðar í sjúkdómsferlinu eða í það minnsta, seinka ferlinu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn.
16.04.2018
Þann 11. apríl sl. voru haldnir tónleikar til styrktar ungu fólki með MS í Fella- og Hólakirkju, en að þeim stóðu fjórir nemendur í Háskóla Íslands. Margskonar listamenn komu fram, meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess sem Dóra var með uppistand.
08.04.2018
Nú ætti öllum félagsmönnum MS-félagsins að hafa borist tímarit félagsins, MS-blaðið, sem áður hét MeginStoð. Margir hafa eflaust tekið eftir nýju útliti blaðsins en í tilefni 50 ára afmælisárs félagsins þótti ekki úr vegi að „poppa“ blaðið aðeins upp, bæði með nýju nafni og nýrri uppsetningu.
04.04.2018
Miðvikudagana 11. og 18. apríl kl. 17-21 mun Stuðningsnet Sjúklingafélagana halda námskeið fyrir verðandi Stuðningsfulltrúa.Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra
30.03.2018
MS-lyfið Ocrevus verður fljótlega tekið í notkun á Íslandi. Á MS-vefsíðunni má nálgast allar upplýsingar um lyfið.
26.03.2018
Niðurstöður úr stórri fasa-3 rannsókn á siponimod til meðferðar á einstaklingum með síðkomna versnun MS (SPMS) voru birtar fyrir helgi í vísindaritinu Lancet.
22.03.2018
Þann 11. apríl næstkomandi munu fjórir nemendur í Háskóla Íslands halda tónleika til styrktar ungu fólki með MS. Viðburðurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju klukkan 20:30 og munu margskonar listamenn koma fram
21.03.2018
Föstudaginn 13. apríl hefst námskeið sérstaklega ætlað aðstandendum MS-fólks. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5 og er í tvö skipti.
20.03.2018
Bráðabirgðaniðurstöður MIST-rannsóknarinnar (#1), sem kynntar voru 17. mars sl., sýna góðan árangur stofnfumumeðferðar (AHSCT) (#2) fyrir fólk með mjög virkan MS-sjúkdóm í köstum. MS-köstum þátttakenda fækkaði svo um munaði og margir fengu einhvern bata.
20.03.2018
Mánudaginn 9. apríl hefst fimm vikna Yoga námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum í húsnæði MS-félagsins. Takmarkað pláss í boði.