Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
20.10.2017
Miðvikudaginn 25. október næstkomandi verður haldinn stefnumótunarfundur MS-félagsins. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og verður haldinn í félagsheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, frá kl. 9:00-13:00.
12.10.2017
Hefur þú áhuga á að starfa í málefnahóp Öryrkjabandalagsins?
09.10.2017
Seinna tölublað MeginStoðar 2017 er komið út og er á leið til félagsmanna. Þema blaðsins er heilsa.
09.10.2017
Það er alveg eðlilegt að hjartsláttur þinn aukist og þú stressist upp þegar þú ákveður að segja aðilanum sem þú ert að hitta frá því að þú hafir MS. Verður þér hafnað og sagt upp eða skipta fréttirnar viðkomandi engu máli?
01.10.2017
Í rannsókn sem kynnt var í vefútgáfu Multiple Sclerosis Journal nú í sumar, var gerð tilraun á MS-greindum og heilbrigðum einstaklingum til að kanna hvort hægt væri að minnka hugræna þreytu með æfingum sem fælu í sér fyrirfram ákveðinn hvata.
25.09.2017
Fjölmargar rannsóknir eru nú gerðar á mögulegu orsakasamhengi á milli örveruflóru meltingavegar og einstaklinga með MS. Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að bakteríur í þörmum hafi áhrif á sjúkdómsframvindu MS-greindra.
18.09.2017
Vikuna 4.-11. september fór fram vefkönnun fræðslunefndar MS-félagsins um vegferð MS-greindra um heilbrigðiskerfið fyrir greiningu.
14.09.2017
Fimmtudaginn 5. október byrjar nýtt 10 vikna reiðnámskeið. Þátttakendur sem verið hafa á námskeiðunum hafa verið mjög ánægðir og finnst sem þeir hafi styrkst á líkama og sál.
10.09.2017
MS-lyfið Mavenclad hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi aðgengilegt á Íslandi fljótlega á nýju ári. Mavenclad hefur mikla langtímaverkun.
04.09.2017
MS-félagið biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun um vegferð þeirra um heilbrigðiskerfið fyrir greiningu.