Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
21.01.2018
MS-lyfið Ocrevus hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi í boði hér á landi á vordögum. Lyfið gagnast helst við MS í köstum (RRMS) en einnig er það fyrsta lyfið sem talið er gagnast einstaklingum sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).
18.01.2018
Helgina 9-11 febrúar nk. verður haldið fræðandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn MS-greindra. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins, Sléttuvegi 5, námskeiðsgjaldið er 2.500 en veittur er systkinaafsláttur auk þess sem þeir sem eru búsettir utan höfuðborgasvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Umsjón með námskeiðinu hefur Systkinasmiðjan: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræðum. Skráning hér á síðunni eða í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is, hámarksfjöldi þátttakenda eru 14 börn.
16.01.2018
Vilt þú fá leiðsögn í að tileinka þér hugsun og hegðun sem bætir aðstæður og líðan? Miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi hefst 12 vikna HAM námskeið fyrir fólk með MS-sjúkdóminn.
14.01.2018
„Fær barnið mitt einnig MS?“, hugsa margir foreldrar og hafa áhyggjur. Þessar áhyggjur geta þjakað hugann þegar pör íhuga barneignir, á meðan barnið er í móðurkviði eða eftir því sem barnið eldist. Líkurnar eru hins vegar það litlar að best er að ýta þessum áhyggjum til hliðar og njóta frekar samvistana við barnið.
09.01.2018
Daniel Hvoldal er 29 ára Dani sem greindist fyrir fjórum árum með MS. Sjúkdómsgangur hans var hraður – hann fékk mörg köst sem skildu eftir sig einkenni eins og gangtruflanir, mikla þreytu og erfiðleika með finhreyfingar.
03.01.2018
Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar og hófstilltar æfingar séu okkur, fólki með MS, mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan.
02.01.2018
Það má segja að nýja árið hafi byrjað einstaklega vel hjá MS-félaginu en hún Svanhildur Karlsdóttir kom til okkar í dag að afhenda félaginu 70.000 krónur að gjöf.
22.12.2017
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða. Skrifstofa MS-félags Íslands að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá 23. desember til 1. janúar (báðir dagar meðtaldir).
18.12.2017
PML-heilabólga er sjaldgæf en alvarleg aukaverkun Tysabri og fleiri ónæmisbælandi lyfja. Andlát vegna heilabólgu í kjölfar Tysabri-meðferðar var nýlega staðfest í Danmörku. Hér verður því rifjað upp hvað PML (heilabólga) er, hver einkennin eru og hvað er til ráða.
11.12.2017
Ýmislegt er hægt að gera til að takast á við þunglyndi. Fyrsta skrefið er að einstaklingurinn viðurkenni vandann og leiti sér aðstoðar, t.d. með því að ræða við einhvern úr fjölskyldunni eða tala við heimilislækni.