Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
03.08.2018
Í dag hafa 45 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa 12 einstaklingar nú þegar safnað 116.000 kr. Takk fyrir það :-)
19.07.2018
Fróðleiksmoli um MS-sjúkdóminn: Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti með MS á Íslandi.
11.07.2018
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.
02.07.2018
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 18. ágúst n.k., er í fullum gangi.
30.06.2018
Skrifstofa MS-félagsins verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 15 í júlí og ágúst. Lokað verður frá og með 20. júlí til og með 8. ágúst.
30.06.2018
Helga Kolbeinsdóttir, sem ráðin var tímbundið 2016 til tveggja ára, lét af störfum í dag. Var hún ráðin í starf verkefnastjóra og ritara NMSR, Norræns ráðs MS-félaga, á meðan á formennsku Íslands í ráðinu stóð.
28.06.2018
MS-félag Íslands leitar eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi til að leiða fræðslu- og ráðgjafastarf félagsins.
26.06.2018
Meltingin er afar flókið ferli og felur í sér samhæfingu margra mismunandi tauga og vöðva. Það er því ekki að undra að margir eigi við ýmis hægðavandamál að stríða.
17.06.2018
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, er eigandi að útivistarparadísinni Krika við Elliðavatn. Þar er öll aðstaða sniðin að þörfum fatlaðra og hreyfihamlaða svo þeir fái stundað útiveru og veiði í vatninu.
11.06.2018
Það er skemmtilegt að skipuleggja ferðalög og að mörgu að hyggja. Þegar maður fer í ferðlag er tilhlökkunin jafnan mikil og allt á að ganga snurðulaust fyrir sig. Það gerir það líka í flestum tilvikum.