Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
26.06.2018
Meltingin er afar flókið ferli og felur í sér samhæfingu margra mismunandi tauga og vöðva. Það er því ekki að undra að margir eigi við ýmis hægðavandamál að stríða.
17.06.2018
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, er eigandi að útivistarparadísinni Krika við Elliðavatn. Þar er öll aðstaða sniðin að þörfum fatlaðra og hreyfihamlaða svo þeir fái stundað útiveru og veiði í vatninu.
11.06.2018
Það er skemmtilegt að skipuleggja ferðalög og að mörgu að hyggja. Þegar maður fer í ferðlag er tilhlökkunin jafnan mikil og allt á að ganga snurðulaust fyrir sig. Það gerir það líka í flestum tilvikum.
31.05.2018
Sólin skein blítt fyrir okkur á alþjóðdegi MS í gær. Alþjóðadeginum er ætlað að vekja athygli samfélagsins á MS-sjúkdómnum og þeim áskorunum sem fólk með MS og aðstandendur þeirra geta mætt. "Færumst nær" er yfirskrift alþjóðadagsins í ár, en hann er tileinkaður rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Mættir voru um 150 manns að njóta dagsins með okkur, en dagskráin var ekki af verri endanum. Björg Ásta Þórðardóttir, formaður félagsins, setti hátíðina og bauð Hr. Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands velkominn. Guðni hélt stutta ræðu áður en hann gekk á milli og blandaði geði við gesti og gangandi.
30.05.2018
Margir með MS eiga við einhvers konar gönguerfiðleika að stríða. Hjá sumum var það jafnvel einkennið sem rak þá til læknis eða í sjúkraþjálfun fyrir greiningu.
25.05.2018
Við fengum afar skemmtilega heimsókn á skrifstofuna í dag frá tveim starfsmönnum í tölvudeild Arionbanka, sem komu færandi hendi með styrk uppá ca 120.000 krónur sem safnast höfðu á leikjakvöldi starfsfólksins.
22.05.2018
Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn miðvikdaginn 30. maí nk. í húsnæði MS-félagsins.
21.05.2018
Í 3. tbl. Læknablaðsins 2018 er að finna viðtal Hávars Sigurjónssonar við Hauk Hjaltason, taugalækni.
17.05.2018
Í gær var aðalfundur MS-félagsins haldinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Mættir voru um 30 félagsmenn en fundarstjórn var í höndum Berglindar Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni félagsins.
15.05.2018
Ingdís Líndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. júlí n.k. en hún hefur starfað sem skrifstofustjóri félagsins.