Að deginum standa alþjóðleg samtök taugalæknafélaga (The World Federation of Neurology - WFN) og í samstarfi við Alþjóðasamtök MS-félaga (MS International Federation - MISF) er kastljósinu nú beint að MS sjúkdómnum með það að markmiði að auka vitneskju og vitund um MS.
Gleðilegan alþjóðadag MS. Það er vor í lofti og aukin bjartsýni ásamt gleði streymir yfir öllu þessa dagana. Það er ljúft að finna fyrir þessari bjartsýni en ekki síður gott að nýta sér hana sem meðbyr í glímunni við MS.
MS-félag Íslands blæs til rafrænnar skemmtunar 26. maí kl. 18 í tilefni af alþjóðadegi MS. Skráning er nauðsynleg. Eva Ruza, Siggi Gunn og Eyþór Ingi halda uppi fjörinu.
Annar hluti MS Atlasins er nú kominn út. Hér getur þú fræðst um klíníska stjórnun MS-sjúkdómsins og þær hindranir sem fólk með MS um allan heim stendur frammi fyrir í aðgangi að heilbrigðisþjónustu og sjúkdómsbreytandi meðferðum.