Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
27.05.2022
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, kennari, býður MS-fólki og aðstandendum upp á leiðsögn í sjósundi á Hjalteyri. Ragnheiður Lilja hefur mikla reynslu af að stunda sjósund sem heilsubót. Sjósund getur m.a. minnkað bólgur og þar með hugsanlega bætt lífsg...
26.05.2022
Formaður félagsins, Hjördís Ýrr Skúladóttir, skrifar um tengsl, tengingar og lífið með MS í tilefni af alþjóðadegi MS.
25.05.2022
Við kynnum til leiks liðin níu sem spila á styrktargolfmóti MS-félagsins fimmtudaginn 26. maí n.k. í tilefni af alþjóðadegi MS. Komið og fylgist með golfurunum og takið þátt í sumarhátíð félagsins!
23.05.2022
Fimmtudaginn 26. maí n.k. heldur MS-félag Íslands alþjóðadag MS hátíðlegan með glæsilegu golfmóti á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og sinni árlegu sumarhátíð með skemmtun og fræðslu fyrir alla fjölskylduna og er helsta markmiðið að vekja athygli á málefnum fólks með MS og miðla fræðslu. Þá miðlum við sögum fólks og fræðslu á samfélagsmiðlum félagsins.
10.05.2022
Benedikt Hjartarson, sjósundskappi og Ermarsundsfari ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og býður MS-fólki og aðstandendum upp á leiðsögn í sjósundi.
26.04.2022
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 17:00 að Sléttuvegi 5, Reykjavík. Húsið opnar kl. 16:30.
05.04.2022
MS blaðið er komið út og er aðgengilegt hér á rafrænu formi. Það hefur einnig verið sent út til félagsmanna og styrktaraðila og ætti að berast á næstu dögum.
05.04.2022
Hið sívinsæla páskabingó fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, laugardaginn 9. apríl klukkan 13-15. Fullbókað er í salinn.
25.02.2022
MS-félagið býður félagsmönnum að sækja nýtt námskeið með fræðslu um kynlíf, líkamsímynd og sjálfsmyndina þann 29. mars. Opið er fyrir skráningu á námskeiðið.
10.01.2022
MS-félagið býður stuðningsviðtöl hjá Berglindi Jónu Jensdóttur sálfræðingi á föstudögum frá 14. janúar. Opið er fyrir tímabókanir.