Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
22.12.2022
Sendum hugheilar jólakveðjur til félaga, vina og velunnara og minnum á jólalokun skrifstofu.
29.11.2022
Hóhóhó, nú getum við aftur haldið jólaball eftir tveggja ára hlé. Hurðaskellir og Kjötkrókur ætla að kíkja í heimsókn til okkar með glaðning fyrir börnin og verða þeir örugglega extra fjörugir í sprelli og dansi þar sem þeir hafa lítið getað prakkarast sl. tvö ár. Ballið verður haldið laugardaginn 10. desember kl. 14-16 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13.30. Veitingar, tertur og kruðerí. Aðgangur er ókeypis en skráning nauðsynleg.
11.11.2022
Almanak ársins 2023 með fallegum myndum Eddu Heiðrúnar Backman er komið í sölu. Þá kynnum við nýtt jólakort með mynd af Herðubreið eftir Ingvar Thor Gylfason.
04.11.2022
MS-blaðið er komið út og er aðgengilegt hér á rafrænu formi. Það hefur einnig verið sent út til félagsmanna og styrktaraðila og ætti að berast þessa dagana.
09.09.2022
Kenney Jones og félagar í bresku hljómsveitinni The Jones Gang, halda styrktartónleika í Háskólabíói þann 27. október. Miðasala á Tix.is
05.09.2022
ÖBÍ – réttindasamtök, sem MS-félag Íslands er aðili að, hafa fengið nýja og gjörbreytta ásýnd og umgjörð. Áherslan er á sterka jákvæða ímynd og víðtæka þátttöku. Við óskum samtökunum til hamingju með útkomuna og hlökkum til að starfa á þeim vettvangi þar sem geta, möguleikar, réttindi og ábyrgð verða í fyrirrúmi.
26.08.2022
Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrk. Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir lok september.
09.08.2022
Mánudaginn 15. ágúst leggur hjólahópurinn Mobydick Ice Project upp í ferð sína þvert yfir Ísland á fjallahjólum. Af því tilefni efnir MS-félag Íslands, í samstarfi við Mobility.is og Hjólafærni, til hjólagleði á Sléttuvegi 5 milli klukkan 10 og 12.
27.06.2022
Alþjóðadagur MS fór vel fram í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellsdal í sól og smá vindi en haldið var upp á daginn með golfmóti og glæsilegri fjölskylduhátíð.
03.06.2022
Aðalfundur félagsins var haldinn þann 10. maí síðastliðinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5.