Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
01.07.2021
Skrifstofa MS-félags Íslands verður lokuð á tímabilinu 1. júlí til 2. ágúst vegna sumarleyfa. Opnum aftur þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 10.
25.06.2021
Þátttakendur á sjósundsnámskeiði ætla að halda áfram að hittast í Nauthólsvík á mánudögum klukkan 16:30 og bjóða alla velkomna að slást í hópinn!
16.06.2021
Það var kalt og gott í Nauthólsvíkinni þessa vikuna en nokkrir MS félagar mættu til sunds á námskeiði hjá sjósundskappanum Benedikt Hjartarsyni.
03.06.2021
Hjördís Ýrr Skúladóttir, formaður og Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins tóku í gær á móti höfðinglegum styrk frá VÍS.
30.05.2021
Gleðilegan alþjóðadag MS. Það er vor í lofti og aukin bjartsýni ásamt gleði streymir yfir öllu þessa dagana. Það er ljúft að finna fyrir þessari bjartsýni en ekki síður gott að nýta sér hana sem meðbyr í glímunni við MS.
21.05.2021
MS-félag Íslands blæs til rafrænnar skemmtunar 26. maí kl. 18 í tilefni af alþjóðadegi MS. Skráning er nauðsynleg. Eva Ruza, Siggi Gunn og Eyþór Ingi halda uppi fjörinu.
10.05.2021
Á nýafstöðnum aðalfundi MS-félagsins var Hjördís Ýrr Skúladóttir kjörin nýr formaður félagsins til tveggja ára.
28.04.2021
Annar hluti MS Atlasins er nú kominn út. Hér getur þú fræðst um klíníska stjórnun MS-sjúkdómsins og þær hindranir sem fólk með MS um allan heim stendur frammi fyrir í aðgangi að heilbrigðisþjónustu og sjúkdómsbreytandi meðferðum.
24.04.2021
Rafrænn aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 10. maí kl. 17. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir fram.
29.03.2021
Vert er að vekja athygli á að með nýjum lyfjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2021 þá féll niður S-merking lyfja. Lyf sem merkt voru S-lyf eru nú ýmist almenn lyf eða leyfisskyld lyf.