Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
27.06.2017
Til að svara þessu mun stórri fasa-3 rannsókn verða hleypt af stokkunum nú í sumar. Endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir árið 2023. Rannsóknin er gerð í framhaldi af góðri niðurstöðu fasa-2 rannsóknar sem kynnt var fyrir þremur árum í vísindaritinu Lancet.
20.06.2017
Við hvetjum alla til að deila þessari mynd og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Fræðsla eykur skilning!
12.06.2017
Er hægt að lækna MS-sjúkdóminn? Um þetta er spurt í Panorama þætti BBC sem frumsýndur var á BBC 18. janúar 2016 og sem sýndur verður í sjónvarpi RÚV þriðjudaginn 13. júní kl. 19:35.
08.06.2017
MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári.
06.06.2017
Fjölmenni var á sumarhátíð félagsins á alþjóðadegi MS 31. maí sl. undir yfirskriftinni Lifað með MS enda margt í boði.
01.06.2017
MS-félag Íslands fékk kynningarmyndband að gjöf frá Öryrkjabandalagi Íslands í tilefni af 55 ára afmæli bandalagsins.
30.05.2017
Í dag rann upp langþráð stund þegar 6 nýir fræðslubæklingar MS-félagsins komu í hús frá prentsmiðju. Bæklingarnir eru í fallegri öskju ásamt bókamerki og skemmtilegu kynningarkorti.
29.05.2017
MS-félagið hefur ákveðið að fara af stað með Snapchat-aðganginn, #lifadmedms, sem gefur fólki tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks sem lifir með MS, spyrja spurninga og opna umræðuna um sjúkdóminn.
26.05.2017
Vorfundur Norræns ráðs MS félaga (NMSR) var haldinn í tengslum við ráðstefnu EMSP (European MS Platform) á Hilton hótelinu í Aþenu. Norræni fundurinn var haldinn degi áður en EMSP ráðstefnan hófst, eða miðvikudaginn 17. maí.
23.05.2017
Á stjórnarfundi MS Setursins 17. maí átti sér stað sá sögulegi viðburður að fjórir formenn MS-félagsins sátu fundinn. MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu.