Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
21.03.2018
Föstudaginn 13. apríl hefst námskeið sérstaklega ætlað aðstandendum MS-fólks. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5 og er í tvö skipti.
20.03.2018
Bráðabirgðaniðurstöður MIST-rannsóknarinnar (#1), sem kynntar voru 17. mars sl., sýna góðan árangur stofnfumumeðferðar (AHSCT) (#2) fyrir fólk með mjög virkan MS-sjúkdóm í köstum. MS-köstum þátttakenda fækkaði svo um munaði og margir fengu einhvern bata.
20.03.2018
Mánudaginn 9. apríl hefst fimm vikna Yoga námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum í húsnæði MS-félagsins. Takmarkað pláss í boði.
09.03.2018
Nú stendur til boða að taka á leigu sal MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Salurinn rúmar 60-70 manns og hentar vel fyrir veislur, fyrirlestra eða hverskyns mannamót.
06.03.2018
Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19. Námskeiðsgjald er kr. 7.000-
04.03.2018
Lyfjafyrirtækin Biogen og AbbVie hafa innkallað MS-lyfið Zinbryta, sem fékk markaðsleyfi í Evrópu um mitt ár 2016 og á Íslandi 2017. Lyfið hefur ekki verið ávísað á Íslandi.
27.02.2018
Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst fimmtudaginn 8. mars næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.
26.02.2018
Í síðustu viku tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að stofnunin hefði ákveðið að segja upp rammasamningi við sjúkraþjálfara, sem kveður á um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði einstaklinga vegna sjúkraþjálfunar, gerði heilbrigðisráðherra ekki athugasemd við uppsögnina.
23.02.2018
MS-félag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að hafna þeirri fyrirætlan Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að segja upp núgildandi rammasamningi við sjúkraþjálfara fyrir lok mánaðarins, með sex mánaða fyrirvara, geri ráðherra ekki athugasemdir
18.02.2018
MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk og greinast flestir á aldrinum 20-40 ára, á því aldursbili þegar margir geta hugsað sér að stofna fjölskyldu.