Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
09.01.2018
Daniel Hvoldal er 29 ára Dani sem greindist fyrir fjórum árum með MS. Sjúkdómsgangur hans var hraður – hann fékk mörg köst sem skildu eftir sig einkenni eins og gangtruflanir, mikla þreytu og erfiðleika með finhreyfingar.
03.01.2018
Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar og hófstilltar æfingar séu okkur, fólki með MS, mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan.
02.01.2018
Það má segja að nýja árið hafi byrjað einstaklega vel hjá MS-félaginu en hún Svanhildur Karlsdóttir kom til okkar í dag að afhenda félaginu 70.000 krónur að gjöf.
22.12.2017
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða. Skrifstofa MS-félags Íslands að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá 23. desember til 1. janúar (báðir dagar meðtaldir).
18.12.2017
PML-heilabólga er sjaldgæf en alvarleg aukaverkun Tysabri og fleiri ónæmisbælandi lyfja. Andlát vegna heilabólgu í kjölfar Tysabri-meðferðar var nýlega staðfest í Danmörku. Hér verður því rifjað upp hvað PML (heilabólga) er, hver einkennin eru og hvað er til ráða.
11.12.2017
Ýmislegt er hægt að gera til að takast á við þunglyndi. Fyrsta skrefið er að einstaklingurinn viðurkenni vandann og leiti sér aðstoðar, t.d. með því að ræða við einhvern úr fjölskyldunni eða tala við heimilislækni.
04.12.2017
Föstudaginn 10. nóvember var frumsýnd stuttmyndin ,,My dream is alive" sem er samstarfsverkefni ungra fulltrúa í Norræna MS ráðinu, NMSR.
03.12.2017
Sýnt hefur verið fram á að meira er um þunglyndi hjá fólki með MS, borið saman við heilbrigt fólk og einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma, en rannsóknir benda til að MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geti valdið þunglyndi.
27.11.2017
Hó-hó-hó – það eru að koma jól.... Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.
26.11.2017
Vísindamenn undir stjórn Dr. Tomas Kalincik við háskólann í Melbourne í Ástralíu vinna nú að þróun reiknirits (algorithm) sem ætti að auðvelda læknum að veita sjúklingum sínum strax rétta lyfjameðferð.