Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
04.12.2017
Föstudaginn 10. nóvember var frumsýnd stuttmyndin ,,My dream is alive" sem er samstarfsverkefni ungra fulltrúa í Norræna MS ráðinu, NMSR.
03.12.2017
Sýnt hefur verið fram á að meira er um þunglyndi hjá fólki með MS, borið saman við heilbrigt fólk og einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma, en rannsóknir benda til að MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geti valdið þunglyndi.
27.11.2017
Hó-hó-hó – það eru að koma jól.... Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.
26.11.2017
Vísindamenn undir stjórn Dr. Tomas Kalincik við háskólann í Melbourne í Ástralíu vinna nú að þróun reiknirits (algorithm) sem ætti að auðvelda læknum að veita sjúklingum sínum strax rétta lyfjameðferð.
20.11.2017
Vöðvaspenna, spasmar og verkir eru ekki óalgeng MS-einkenni en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr óþægindum vegna þessara einkenna.
13.11.2017
Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, "Tveir þrestir", sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.
12.11.2017
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf sem ætluð eru fólki (CHMP) hefur gefið MS-lyfinu Ocrevus jákvæða umsögn um notkun lyfsins fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).
07.11.2017
Stefnumótunarfundur MS-félagsins sem haldinn var þann 25. október síðastliðinn. Fjörugar umræður og mikill metnaður einkenndi fundinn þar sem góður hópur félagsmanna ræddi og mótaði sér skoðun á starfsemi félagsins í nútíð og framtíð.
29.10.2017
Sigurður Kristinsson, 23 ára, átti frábær lokaorð í viðtali í 2. tbl. MeginStoðar 2017 undir yfirskriftinni „Með jákvæðnina að leiðarljósi“.
22.10.2017
Við MS-greiningu fyllast margir áhyggjum og kvíða yfir framtíðinni og spyrja lækni sinn um hverjar horfurnar eru. „Mun ég lifa óbreyttu lífi eða mun ég enda í hjólastól?“