Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
20.11.2017
Vöðvaspenna, spasmar og verkir eru ekki óalgeng MS-einkenni en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr óþægindum vegna þessara einkenna.
13.11.2017
Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, "Tveir þrestir", sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.
12.11.2017
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf sem ætluð eru fólki (CHMP) hefur gefið MS-lyfinu Ocrevus jákvæða umsögn um notkun lyfsins fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).
07.11.2017
Stefnumótunarfundur MS-félagsins sem haldinn var þann 25. október síðastliðinn. Fjörugar umræður og mikill metnaður einkenndi fundinn þar sem góður hópur félagsmanna ræddi og mótaði sér skoðun á starfsemi félagsins í nútíð og framtíð.
29.10.2017
Sigurður Kristinsson, 23 ára, átti frábær lokaorð í viðtali í 2. tbl. MeginStoðar 2017 undir yfirskriftinni „Með jákvæðnina að leiðarljósi“.
22.10.2017
Við MS-greiningu fyllast margir áhyggjum og kvíða yfir framtíðinni og spyrja lækni sinn um hverjar horfurnar eru. „Mun ég lifa óbreyttu lífi eða mun ég enda í hjólastól?“
20.10.2017
Miðvikudaginn 25. október næstkomandi verður haldinn stefnumótunarfundur MS-félagsins. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og verður haldinn í félagsheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, frá kl. 9:00-13:00.
12.10.2017
Hefur þú áhuga á að starfa í málefnahóp Öryrkjabandalagsins?
09.10.2017
Seinna tölublað MeginStoðar 2017 er komið út og er á leið til félagsmanna. Þema blaðsins er heilsa.
09.10.2017
Það er alveg eðlilegt að hjartsláttur þinn aukist og þú stressist upp þegar þú ákveður að segja aðilanum sem þú ert að hitta frá því að þú hafir MS. Verður þér hafnað og sagt upp eða skipta fréttirnar viðkomandi engu máli?