31.05.2018
Sólin skein blítt fyrir okkur á alþjóðdegi MS í gær. Alþjóðadeginum er ætlað að vekja athygli samfélagsins á MS-sjúkdómnum og þeim áskorunum sem fólk með MS og aðstandendur þeirra geta mætt. "Færumst nær" er yfirskrift alþjóðadagsins í ár, en hann er tileinkaður rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Mættir voru um 150 manns að njóta dagsins með okkur, en dagskráin var ekki af verri endanum. Björg Ásta Þórðardóttir, formaður félagsins, setti hátíðina og bauð Hr. Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands velkominn. Guðni hélt stutta ræðu áður en hann gekk á milli og blandaði geði við gesti og gangandi.