Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
15.12.2024
Stjórn og starfsfólk MS-félags Íslands sendir félögum, vinum og velunnurum bestu jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Þökkum auðsýndan stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
26.11.2024
Seinna tölublað MS-blaðsins í ár er komið út undir stjórn nýs ritstjóra, Erlu Maríu Markúsdóttur. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni og ætti að berast félögum og styrktaraðilum í pósti á allra næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á vefnum.
30.10.2024
Þvert á Norðurlöndin er fólk með MS-sjúkdóminn með minni atvinnuþátttöku en aðrir íbúar. Það hefur efnahagslegar afleiðingar bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og fyrir þjóðarbúskapinn. Þetta kemur fram í nýrri fræðilegri skýrslu frá VIVE, sem er dönsk rannsóknar- og greiningarmiðstöð velferðarmála. Skýrslan leiðir einnig í ljós að þörf er á nýrri þekkingu um fólk með MS, tengsl þeirra við vinnumarkaðinn sem og upplýsingum um hindranir og tækifæri á vinnumarkaði.
28.10.2024
Elín Broddadóttir sálfræðingur mun leysa Sigrúnu Ólafsdóttur Flóvenz af fram á vor 2025, samkvæmt samningi félagsins við Samskiptastöðina.
20.09.2024
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð til náms fyrir 18-30 ára einstaklinga með MS, sjá nánar í frétt.
12.09.2024
Boðið verður upp á stuðningshópa fyrir nýgreinda og aðstandendur í vetur. Báðir hópar munu hittast að jafnaði einu sinni í mánuði undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur, félagsráðgjafa.
07.09.2024
Helena Unnarsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf fyrir MS-félagið. Helena mun sinna ráðgjöfinni á fimmtudögum og er hægt að bóka tíma í gegnum bókunarkerfi Noona. Viðtölin geta farið fram í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 eða yfir fjarfundarbúnaðinn Kara Connect og eru því aðgengileg fyrir félaga okkar um allt land.
06.09.2024
Viðburður Skells MS - MS á mannamáli verður aðgengilegur fyrir öll áhugasöm í streymi. Skráning nauðsynleg og hlekkur á skráningarform í frétt.
19.08.2024
Senn líður að þessum frábæra hlaupaviðburði og erum við full tilhlökkunar. Ætlar þú að hlaupa, safna, styrkja, hvetja ?
29.05.2024
Í dag fögnum við alþjóða MS deginum en maí er tími vitundarvakningar um MS þar sem MS-félög um allan heim vekja athygli á sjúkdómnum með einum eða öðrum hætti.