Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
01.09.2018
Vísindamenn hafa greint nýtt afbrigði af MS, MCMS, sem ekki sést á sneiðmynd af heila MS-sjúklings í MRI (segulómun), og því aðeins hægt að greina eftir andlát. Við MCMS eiga taugaskemmdir sér stað án niðurbrots á mýelíni í heila, eins og talið er einkennandi fyrir MS-sjúkdóminn.
29.08.2018
Á dögunum var undirritaður samningur um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja sem tekur gildi nú um mánaðarmótin.
28.08.2018
Fræðslunefnd MS-félagsins biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun sem tekur jafnvel ekki nema mínútu að svara. Þátttaka þín er mjög mikilvæg !
22.08.2018
MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Sækja má um styrk til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms. Umsækjandi skal sk...
22.08.2018
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur, sem er eign Öryrkjabandalags Íslands, auglýsir styrki til úthlutunar. Styrkirnir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.
20.08.2018
MS-félagið þakkar hlaupurum og stuðningsmönnum þeirra kærlega fyrir stuðninginn en alls söfnuðust 1.327.082 krónur í Reykjavíkurmaraþoninu um sl. helgi.
19.08.2018
Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar og hófstilltar æfingar séu okkur, fólki með MS, mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Við vitum þetta flest. En það er hins vegar eitt að ætla sér og langa til en annað að framkvæma og fylgja eftir fögrum fyrirheitum.
15.08.2018
Hlaupurum MS-félagsins er boðið að koma á skrifstofu MS-félagsins til að fá frá félaginu, sem takk fyrir þátttökuna, merki félagsins, sem hægt er að næla í hlaupafötin, buff og armband.
14.08.2018
Nú er hægt að kaupa fallegar húfur og hentuga fjölnota poka til styrktar MS-félaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins.
06.08.2018
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sem allra fyrst.