Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
18.02.2018
MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk og greinast flestir á aldrinum 20-40 ára, á því aldursbili þegar margir geta hugsað sér að stofna fjölskyldu.
15.02.2018
Hann var hress MS-hópurinn sem mætti í fullum öskudagsskrúða í þjálfun hjá Styrk í gær. Að sjálfsögðu var þó ekki slegið slöku við æfingarnar þó búningarnir flæktust fyrir hjá sumum og þyngdu aðeins æfingarnar.
11.02.2018
Þvagfærasýking er nokkuð algeng meðal einstaklinga með MS. Mikilvægt er að vera á verði gagnvart einkennum þvagfærasýkingar því hún getur aukið á MS-einkenni og líkst MS-kasti.
06.02.2018
Mánudaginn 12. febrúar hefst námskeið fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning.
05.02.2018
Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði konur og karlar, eiga í einhvers konar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Ástæðan er truflun á taugaboðum. Einkennandi fyrir MS er að fólki verður „brátt“ og á af þeim sökum á hættu að ná ekki á salerni og missa þar með þvag.
31.01.2018
Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu Annals of Neurology á vormánuðum 2016. MabThera hefur verið notað "off label" á Íslandi frá 2012 en mikil líkindi eru með MabThera og MS-lyfinu Ocrevus, sem hlaut markaðsleyfi í Evrópu nú á dögunum, og væntanlegt er á vormánuðum.
25.01.2018
Þann 18. janúar sl. var haldinn stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna. Stuðningsnetið er samvinnuverkefni 14 félaga, má þar auk MS-félagsins nefna Alzheimer samtökin, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Parkinsonsamtökin ásamt fleirum.
21.01.2018
MS-lyfið Ocrevus hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi í boði hér á landi á vordögum. Lyfið gagnast helst við MS í köstum (RRMS) en einnig er það fyrsta lyfið sem talið er gagnast einstaklingum sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).
18.01.2018
Helgina 9-11 febrúar nk. verður haldið fræðandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn MS-greindra. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins, Sléttuvegi 5, námskeiðsgjaldið er 2.500 en veittur er systkinaafsláttur auk þess sem þeir sem eru búsettir utan höfuðborgasvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Umsjón með námskeiðinu hefur Systkinasmiðjan: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræðum. Skráning hér á síðunni eða í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is, hámarksfjöldi þátttakenda eru 14 börn.
16.01.2018
Vilt þú fá leiðsögn í að tileinka þér hugsun og hegðun sem bætir aðstæður og líðan? Miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi hefst 12 vikna HAM námskeið fyrir fólk með MS-sjúkdóminn.