04.04.2017
MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára. Áætlað er að um 600 einstaklingar séu með sjúkdóminn hér á landi, eða 1,8 af hverjum 1.000 íbúum.