Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
11.05.2017
Nýlega kom út skýrsla EMSP, evrópsku MS-samtakanna, MS Barometer 2015, sem ætlað er að lýsa stöðu og mismunandi aðstæðum einstaklinga með MS í Evrópu, hvar og hverju sé ábótavant og hvað hægt sé að gera betur.
08.05.2017
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Fundurinn verður sá síðasti undir stjórn Berglindar Guðmundsdóttur sem verið hefur farsæll formaður félagsins sl. 8 ár.
03.05.2017
MS-félagið hefur til leigu 2ja herbergja íbúð að Sléttuvegi 9 í Reykjavík fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra.
01.05.2017
Um sl. áramót hækkaði endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) af almennum tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja úr 50% í 75%.
25.04.2017
Þar sem erfitt hefur reynst að þróa ný lyf við stöðugri versnun MS (SVMS e. PPMS) en þörf fyrir meðferð verið mikil, hafa vísindamenn verið að prófa lyf við öðrum sjúkdómum fyrir þessa gerð MS.
23.04.2017
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.
20.04.2017
Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. maí n.k. Hér má lesa um það helsta í nýju kerfi en einnig verður ÖBÍ með kynningarfund 27. apríl n.k., sjá hér.
18.04.2017
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir hjálpartækjasýningu í Laugardalshöllinni 5. og 6. maí undir yfirskriftinni Tækni - Lífstíll - Heilsa. Sýningin er öllum opin.
12.04.2017
MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegrar páskahátíðar. Myndir frá páskabingóinu eru komnar á vefsíðuna.
11.04.2017
Um helgina fóru fulltrúar frá Íslandi til Kaupmannahafnar þar sem fram fóru tökur á stuttmynd. Stuttmyndin er samvinnuverkefni ungra fulltrúa á Norðurlöndunum, sem sitja í Norrænu ráði MS félaga (NMSR).