Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur með sumarhátíð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 31. maí frá kl. 16 til 18. Félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru hjartanlega velkomin.
Nýlega kom út skýrsla EMSP, evrópsku MS-samtakanna, MS Barometer 2015, sem ætlað er að lýsa stöðu og mismunandi aðstæðum einstaklinga með MS í Evrópu, hvar og hverju sé ábótavant og hvað hægt sé að gera betur.
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Fundurinn verður sá síðasti undir stjórn Berglindar Guðmundsdóttur sem verið hefur farsæll formaður félagsins sl. 8 ár.
Þar sem erfitt hefur reynst að þróa ný lyf við stöðugri versnun MS (SVMS e. PPMS) en þörf fyrir meðferð verið mikil, hafa vísindamenn verið að prófa lyf við öðrum sjúkdómum fyrir þessa gerð MS.